Komið af stað egglosi með barn á brjósti

01.08.2011
Sælar!
Ég er með 6 mánaða mola á brjósti. Síðasta mánuðinn hefur hann verið að fá þurrmjólk og sl. 2 vikur hrísmjölsgraut. Nú fær hann brjóstið á kvöldin, nóttunni og morgnana. Okkur langar mikið að koma fljótt með næsta barn, en ég er ekki ennþá byrjuð að hafa blæðingar (búin að taka óléttupróf). Er eitthvað sem ég get gert til að fá fram egglos? (Breytt brjóstagjöfinni e-ð? Tekið e-r lyf t.d. Primolut?).
 Takk fyrir góðan vef.
 
Sæl og blessuð!
Þetta er ekki svo mikil brjóstagjöf að hún ætti að hafa áhrif til að hamla egglosi. Ég held að það mætti gefa þessu lengri tíma. Líkaminn þarf að setja rétt hormónakerfi í gang og það tekur tíma. Ég er ekki viss um að breyting á brjóstagjöfinni myndi hjálpa.
Með góðum óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. ágúst 2011.