Spurt og svarað

01. ágúst 2011

Komið af stað egglosi með barn á brjósti

Sælar!
Ég er með 6 mánaða mola á brjósti. Síðasta mánuðinn hefur hann verið að fá þurrmjólk og sl. 2 vikur hrísmjölsgraut. Nú fær hann brjóstið á kvöldin, nóttunni og morgnana. Okkur langar mikið að koma fljótt með næsta barn, en ég er ekki ennþá byrjuð að hafa blæðingar (búin að taka óléttupróf). Er eitthvað sem ég get gert til að fá fram egglos? (Breytt brjóstagjöfinni e-ð? Tekið e-r lyf t.d. Primolut?).
 Takk fyrir góðan vef.
 
Sæl og blessuð!
Þetta er ekki svo mikil brjóstagjöf að hún ætti að hafa áhrif til að hamla egglosi. Ég held að það mætti gefa þessu lengri tíma. Líkaminn þarf að setja rétt hormónakerfi í gang og það tekur tíma. Ég er ekki viss um að breyting á brjóstagjöfinni myndi hjálpa.
Með góðum óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. ágúst 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.