Lekur út um nefið við brjóstgjöf

18.04.2006

Hæ,hæ!

Mig langaði að spyrja hvort það væri eðlilegt þegar barnið mitt drekkur hjá mér að það leki út um nefið?

Og svo var það líka annað sem ég var að spá. Sonur minn er rúmlega 3 mánaða og hann hefur alltaf sofið vel og verið voða góður og stilltur en hann er byrjaður að vera alltaf rosalega erfiður á kvöldin og er farin að vakna oft á nóttinni. Mér var sagt að það gæti verið að hann sé svangur og ég prufaði að gefa honum pela en hann vill ekki sjá hann (hann vill heldur ekki snuð) en svo prufaði ég að gefa honum svona Semper graut (Majs-havregröt) en hann gubbar honum bara. Mér langar að vita hvort þið hafið einhverjar hugmyndir til að hjálpa mér.

Kveðja Kristín.


Sælar!

Það er spurning hvort þetta sé nýbyrjað hjá syni þínum að það leki út um nefið á honum þegar hann er á brjósti. Ef þetta gerist oft - þá myndi ég leita læknis með þetta - einnig v/óróleikans á kvöldin - það er spurning hvort hann sé eitthvað lasinn?Stundum eru börnin óróleg á kvöldin v/magakveisu -en það borgar sig að fara með þau í læknisskoðun til að vera viss um hvað er í gangi.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. apríl 2006.