Leppin drykkir og brjóstagjöf

13.08.2007

Sælar ljósmæður.

Er óhætt að drekka drykkina frá Leppin samhliða brjóstagjöf? Drengurinn minn er 7 mánaða og ég er að tala um næringardrykk og fitnessdrykk frá Leppin.

Með fyrirfram þökk.Sæl og blessuð!

Jú, það er í góðu lagi að drekka þessa drykki í hófi. Passaðu bara eins og alltaf að annað fæði innihaldi öll efni sem þú þarft.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. ágúst 2007.