Spurt og svarað

26. júní 2007

Lesefni um brjóstagjöf

Sælar!

Ég á einn 3ja mánaða gutta og síðan ég ákvað að verða ólétt (að öðru barni) hef ég verið svakalega fróðleiksþyrst um allt þetta magnaða ferli sem frjósemi, getnaður, meðganga, fæðing og nú síðast brjóstagjöf er. Það er nú svo að þessi frábæra síða ykkar hefur að miklu leiti komið til móts við þessa þörf mína fyrir upplýsingar á öllum þessum stigum en ég vil meira.Geturðu bent mér á einhverjar góðar bækur eða annað lesefni um brjóstagjöf, þá um næringarsamsetningu mjólkurinnar, hormónavirkni móður á meðan brjóstagjöf stendur og svo framvegis.

Kveðja, mjólkurmamma.Sæl og blessuð!

Afsakaðu hve seint þú færð svarið en það er ánægjulegt að heyra hvað þú ert áhugasöm um mitt hjartfólgna efni. Það er til mikið efni um brjóstagjöf bæði á netinu og öðrum miðlum en því miður ekki mikið á íslensku. Það kemur ekki fram hvort efnið má vera á öðrum málum en ég ætla að gefa mér að þú ráðir við ensku. Það eru margar síður sem eru með bókaverslun og auðvelt að panta gegnum þær. Ég ætla að benda þér á t.d. www.amazon.com þar sem þú velur bækur og slærð svo inn "breastfeeding". Það er líka góð bókasíða hjá La Leche League.  Bækurnar eru misjafnar eftir því fyrir hvaða lesendahóp þær eru ætlaðar. Sumar eru bara til kennslu fyrir mæður um hvernig þær eiga að bera sig að við brjóstagjöf. Þær hafa kannski ekki mikinn fróðleik þar fyrir utan. Þú þarft væntanlega bækur með meiri texta. Ég nefni sem dæmi The womanly art of breastfeeding eða Ultimate breastfeeding book of answers. Það eru líka til miklu stærri og þykkari bækur með mjög nákvæmum texta eins og Breastfeeding and human lactation en ég veit ekki hvort þú hefur áhuga á þeim.

Það eru líka til brjóstagjafasíður með miklum fróðleik um brjóstagjöf. Ég nefni t.d. www.breastfeedingonline.com og www.kellymom.com. Þær geta svo leitt þig áfram að frekara efni.

Vona að þetta hjálpi.                 

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. júní 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.