Bumban stendur í stað

22.01.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef :)

Ég er gengin 37 vikur og 2 daga og langar að spyrja um vöxt bumbunnar. Þannig er það að í síðustu 2 mæðraskoðunum hjá mér hefur bumban staðið í stað, ekkert stækkað miðað við áður en ljósan mín hefur ekki miklar áhyggjur af mér enda allt annað í góðum farvegi :)

Af hverju getur þetta verið? Er þetta algengt?

Með fyrir fram þökkum :)


Sæl og blessuð!

Kíktu á fyrirspurn sem heitir Hægari vöxtur - þar ættir þú að finna svör við þessu. Ræddu þetta svo betur í næstu skoðun við ljósmóðurina þína.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar 2008.