Lið-aktín quatro og brjóstagjöf

25.06.2008

Sælar og takk takk fyrir frábæran vef.

Má taka inn Lið-aktín quatro þegar maður er með barn á brjósti? Skiptir þá aldur barnsins einhverju máli?

Með fyrirfram þökkum, Mamma.


Sæl og blessuð mamma.

Það er í lagi að taka liðaktín í brjóstagjöf. Passaðu bara að taka ekki meira en segir á umbúðum. Aldur barnsins getur skipt máli. Betra er að bíða þar til barnið er orðið 3ja mánaða.

Gangi þér vel.    

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. júní 2008.