Spurt og svarað

07. desember 2007

Líðan eftir að brjóstagjöf lýkur

Góðan dag og takk fyrir áhugaverðan vef

Ég man að ég las einhvers staðar að þegar maður er með barn á brjósti, þá kannski sérlega í byrjun, þá leysast út einhver „hamingjuhormón“. Getur það verið? Getur þá verið að maður verði eitthvað pínu þungur á sér eftir að henni lýkur? Dóttir mín er rétt rúmlega eins árs og var að hætta á brjósti en það gerðist reyndar frekar hratt og ég hef fundið fyrir einhverri depurð en kannski er hún bara algjörlega andleg?

Bestu kveðjur, Sigríður.


Sæl og blessuð Sigríður.

Já, það er rétt hjá þér að við brjóstagjöf losna hormón sem láta manni líða betur. Brjóstagjöf er líka stundum kölluð hliðarverkun gleði og hamingju. En það er líka algengt að mæður finni fyrir depurð þegar brjóstagjöf er hætt. Þessi einkenni eru meiri áberandi ef hætt er snögglega og ef hætt er snögglega snemma í brjóstagjöf t.d. á fyrstu vikunum eru einkenni kröftugust og geta leitt til slæms þunglyndis. Eftir 1 árs brjóstagjöf ættu einkenni ekki að vara lengi.

Vona að gangi vel.   

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. desember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.