Ljós og Ginseng eftir fæðingu

26.02.2012

Mig langar að byrja að þakka fyrir frábæran vef!

Ég veit ekki hversu mörgum spurningum ég hef fengið svarið við á þessari síðu. Ég var að spá hvenær mér er óhætt að fara í ljós eftir fæðingu? Spöngin var heil og það eru komnar 3 vikur frá fæðingunni. Þarf úthreinsunin að vera búin? Og er eitthvað af þessu sem má ekki drekka meðan ég er með barn á brjósti: ginseng, guarana, yerba maté? Eða þarf barnið kannski bara að vera orðið e-ð ákveðið gamalt?


 

Sæl og blessuð!

Það er gott að síðan gagnast. Þú getur farið í ljós þegar þér hentar. Varðandi þessa drykki þá skaltu lesa vel innihaldslýsingu og aðrar upplýsingar. Mér finnst trúlegt að þeir séu í lagi í hófi en það gildir alltaf að það borgar sig að bíða með það sem maður er ekki viss með.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. febrúar 2012.