Ljósaböð - með barn á brjósti

03.06.2004

Halló!

Mig langaði að spyrja hvort það sé ekki í lagi að fara í ljós með barn á brjósti, hvort það hafi slæm áhrif á mjólk eða eitthvað, bara svona að velta því fyrir mér.

Kveðja.

.....................................................................

Kæra móðir!

Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn því að fara í ljós með barn á brjósti. Hiti í stuttan tíma hefur engin áhrif og konur hafa jú haft börn á brjósti í miklum hitum gjarnan berbrjósta (í Afríku). Hitt er svo annað mál að ljósaböð hafa verið tengd aukinni hættu á húðkrabbameini og fyrstu vikur eftir fæðingu eru varnir líkamans ekki í sínu besta formi. Útivera í einhverja stund á degi hverjum gefur hraustlegt útlit með tímanum þótt ekki sé alltaf sól.

Kveðja,                                                                                            
Katrín Edda Magnúsdóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi - 3. júní 2004.