Bumbukríli í hávaða!!

16.04.2015

Hæ og takk fyrir frábæran vef, er með eina spurningu, hafa  mikil læti einhver slæm áhrif á krílið? eins og t.d. bíó eða tónleikar? fór í bíó á mjög háværa mynd en krílið kippti sér ekkert upp við það fór síðan að hafa áhyggjur af þessu, er komin 29 vikur :)


 

Heil og sæl, nei það eru engar sannanir fyrir því að það hafi áhrif á barnið að vera í miklum hávaða. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. apríl 2015