Spurt og svarað

18. október 2008

Lystarlaus með barn á brjósti

Sælar!

Og takk fyrir þennan frábæra vef.Ég á 8 daga strák sem er alveg sjúkur í brjóstið og framleiðslan er alveg næg og hann er rosa vær og góður.Aftur á móti hef ég sjálf bara enga lyst á neinu er bara rosa þyrst en finn ekki fyrir hungri né matarlyst en er orðin asni máttlaus.Er eitthvað sérstakt sem ég ætti að reyna pína í mig fyrst ég þarf hvort sem er að pína í mig? Og getur verið að ég hætti að mjólka út af þessu?

Takk fyrir.


 

Sæl og blessuð.

Sumar konur finna fyrir svona mögnuðu lystarleysi eftir fæðingu en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að það bitni á mjólkurframleiðslunni. Líkaminn sér um framleiðsluna. En það gæti bitnað á þér sjálfri.

Mörgum gefst vel að borða „blautan“ mat. Til dæmis súpur, grauta, shake, ís, frostpinna eða eitthvað slíkt. Þá er skynsamlegt að velja það sem er næringarríkast. Svo má lauma út í ísinn hnetum eða muldu kexi, rjóma í súpuna og slíkt. Það er líka um að gera að láta eftir sér allt sem líkaminn „kallar á“. Ef að örlar á að mann langi í eitthvað ákveðið, hversu fáránlegt sem það er þá á maður að láta það eftir sér.

Baráttukveðjur.

Katrín Edda Magnúsdóttir,

ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,

18. október 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.