Má borða lifur þegar maður er með barn á brjósti?

11.10.2007

Það mátti ekki borða lifur á meðgöngunni vegna þess að hún inniheldur of mikið A vítamín. En er óhætt að neyta hennar þegar maður er með barnið á brjósti. Skilst of mikið af A vítamínum út í mjólkina?

Kveðja, Hippa.


Sæl og blessuð Hippa!

Nú mátt þú borða alla þá lifur sem þú vilt. Mjólkurframleiðandi frumur sía til sín þau efni sem þarf í mjólkina úr blóðinu. Í þessu tilfelli ef of mikið kemur, koma þau að lokuðu hliði, snúa frá og fara til lifrarinnar. Barnið getur því ekki fengið of mikið af A- vítamíni.    

Verði þér að góðu,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. október 2007.