Má drekka prótíndrykki þegar verið er með barn á brjósti?

01.10.2006

Ég vil byrja á að þakka fyrir frábæra síðu :)

Ég er að velta fyrir mér hvort ég megi drekka prótíndrykki (mysuprótín) þegar ég er með barn á brjósti sem er 10 vikna ? Langar nefnilega að fara að koma mér í betra form eftir meðgönguna.

Kær kveðja, Jónína.


Jú, það er allt í lagi að drekka prótíndrykki. Það gildir það sama og alltaf. Passaðu að öll næringarefni fyrir barnið séu í þínu fæði svo barnið geti fengið þau úr mjólkinni.

Bestu kveðjur.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. október 2006.