Spurt og svarað

19. júní 2006

Má ekki vera með barnið á brjósti

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði til að spyrja um nokkuð: Ég má ekki vera með barnið á brjósti vegna lyfja, og var því að hugleiða hvernig því er hagað uppá deild? Barnið væntanlega ekki sett á brjóstið strax eftir fæðingu? Fær það þurrmjólkurblöndu fljótlega eftir fæðinguna eða er það of snemmt? Er einvers konar broddblanda til þá? Hvað er gert til þess að minnka mjólkurframleiðslu hjá mér? Eru það einhver lyf? Mun ég þurfa að mjólka mig, eftir fyrstu dagana svo ég fái ekki stálma?

Með fyrirfram þökk, 36 vikur.


Komdu sæl, bumbulína

Það er eðlilegt, að þú skulir velta þessum hlutum fyrir þér þar sem svona er í pottinn búið hjá ykkur. Barninu verður þá gefin þurrmjólk í staðinn fyrir brjóstið fljótlega eftir fæðingu. Flest nýfædd börn fara á brjóst á fyrstu tveimur tímunum eftir fæðingu eða þegar þau eru tilbúin og sýna merki þessað vera tilbúin til þess. Geri ráð fyrir að það sama eigi við í þínu tilviki þ.e. að barnið fái að drekka, þegar það fer að leita eða sýnir merki þess að vera tilbúið að fá að drekka. Varðandi brjóstin þín er hægt að gefa töflur (tbl.Dostinex) fljótlega eftir fæðingu, sem hamla mjólkurframleiðslu. Auk þess verður engin örvun á vörturnar ef barnið er ekki lagt á brjóst og þar með engin örvun fyrir framleiðsluna þannig. Síðan er líka hamlandi fyrir framleiðsluna að vera í þéttum brjóstahaldara eða í strokk yfir brjóstin, sem hægt er að fá á sængurkvennadeildinni. Sem sagt, að gera sem minnst við brjóstin svo ekki verði örvun til framleiðslu mjólkur gegnum þau. Þú gætir fengið svolítinn stálma fyrstu dagana, en hann hjaðnar fljótt verði engin örvun. Það kemur einnig fyrir, að töflunum sé sleppt og ekkert annað gert en láta brjóstin í friði. Með von um að allt gangi vel hjá þér.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. júní 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.