Bumbumælingar

06.12.2011
Sæl!

Var að spá í hvernig bumban er mæld er það frá nafla og niður eða upp?


Kveðja.


Sæl!

Þegar bumban er mæld er verið að mæla svokallaða legbotnshæð. Þá er mælt frá lífbeini og upp á legbotninn sem er reyndar efsti hluti legsins.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.