Má taka St.John´s Wort með brjóstagjöf

22.08.2009

Getið þið kæru ljósmæður sagt mér hvort að það sé í lagi að taka St.Johns Worth meðan maður er með barn á brjósti? (Held að á íslensku sé það kallað Jósefsrunni eða Jóhannesarjurt).

Kveðja, Bubbles.


 

Sæl og blessuð Bubbles!

St. John´s Wort er náttúrulyf notað við vægu þunglyndi. Það er í lagi að nota það í brjóstagjöf. Það þarf að athuga að náttúrulyf geta verið missterk. Því er viturlegt að nota vandaða framleiðslu og byrja á lágmarksskammti (The nursing mother´s herbal, 2003).

Gangi þér vel.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. ágúst 2009.