Spurt og svarað

05. júní 2008

Magakveisa

Sæl.

Ég er með eina litla 5 vikna með magakveisu. Ég er búin að prófa Minifom dropana og þeir virðast ekki vera að gera neitt fyrir hana. Ég er líka aðeins búin að vera að skoða það sem ég er að borða og reyna að vita hvort ég finni eitthvað í því sem orsakar þetta. Hef ekki fundið neitt ennþá. Ég er búin að heyra um nokkrar mæður sem segjast hafa fengið grasalyf handa sínum börnum sem hafa verið með magakveisu. Er óhætt í öllum tilvikum að gefa börnum það, (veit reyndar að margar ljósmæður eru ekki hrifnar af því) ég er samt meira að hugsa hvort það geti nokkuð skaðað að gefa barninu það?


Sæl og blessuð.

Það er rétt hjá þér að heilbrigðisstarfsfólk er sennilega allt á móti því að gefa brjóstabörnum nokkuð annað en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina. Það eru þó gefnir vítamíndropar og lyf þegar þess þarf þannig að þá ætti líka að vera í lagi að prófa svona dropa. Ef að þeir virka þá er það náttúrlega frábært og ég get vel skilið að foreldrar kveisubarna séu tilbúnir að reyna nánast hvað sem er til að lina þjáningar barna sinna.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.