Magn af móðurmjólk

08.09.2005

Hæhæ
Barnið mitt er rétt rúmlega átta mánaða gamalt. Það er enn á fullu brjósti, eða um 8 gjafir á sólahring. Er það of mikið fyrir það ef það er byrjað að borða mat í allar máltíðir að fá þetta mikið brjóst?

Kær kveðja og fyrirfram þakkir.

..........................................

Sæl og blessuð.

Það er í raun bara val hverrar móður hvernig hún vill hafa þetta á þessum tíma. Sumar hafa brjóstagjöfina í fyrirúmi og þá er annar matur meira bara í smá smakk formi. Það er í góðu lagi. Fasta fæðið er þá meira til að kenna þeim að tyggja og kyngja stórum bitum. Næringarlega er maturinn frekar ómerkilegur út frá sjónarhóli brjóstamjólkurinnar.
Aðrar mæður byrja afvenjun brjóstagjafar um leið og þær kenna barni að borða fast fæði. Þá eru brjóstagjafir teknar út í stað annarra máltíða. Þá verður næring matarins að vera mjög góð og fjölbreytt. Brjóstin aðlagast færri gjöfum og minnka framleiðslu.
Það er ekkert of mikið fyrir 8 mánaða barn að fá 8 gjafir á dag. Börn geta verið eingöngu á brjósti í 1 ár og þrifist fullkomlega. Þú ert búin að kynna því fast fæði og getur bara verið róleg þar til þú vilt fara að fækka brjóstagjöfunum og venja af brjósti.
Bestu óskir um áframhaldandi gott gengi.

Katrín Edda Magnúsdóttir, l
jósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
08.09.2005.