Malt til að auka mjólkurframleiðslu

27.08.2011

Hæ hæ og takk fyrir frábærann vef!

Var að spá því ég heyri að maður ætti ekki lengur að drekka malt til að auka mjólkurframleiðslu. Það væri búið að bæta lakkrís í það. Sagt er að lakkrísinn sé algjört eitur í mjólkurgjöf því það getur farið í magann á barninu. En ég finn samt lítið sem ekkert um þetta á netinu. En systur minni var ráðlagt að fá sér frekar smá pilsner?

 


Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að drekka malt í brjóstagjöf með eða án lakkríss. Það er hins vegar ekkert mjólkuraukandi frekar en pilsner. Það er nauðsynlegt að drekka eðlilegt magn af vökva á meðan brjóstagjöf stendur en það er yfirleitt þorstinn sem segir til um hvað mikið þarf. Það er nokkuð sama hvaða vökva er verið að drekka. Líkamanum nýtist fljótast tærir vökvar eins og vatn, safar eða te en það er líka í góðu lagi að drekka mjólk, gos og matarmeiri drykkir eins og soð og súpur. Ef grunur er um fæðuóþol hjá barni, t.d. ef mikið óþol er í fjölskyldu er byrjað á því að hætta að drekka mjólk og mjólkurdrykki.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. ágúst 2011.