Master Cleanse og brjóstagjöf

14.11.2010
Mig langaði að vita hvort að það væri öruggt að fara í detox á sama tíma og vera með barn á brjósti. Þetta er detox sem heitir master cleanse og er drykkur sem er gerður úr hlynsýrópi, sítrónum, vatni, cheyenne pipar og salti (epsom eða lífrænu). Þetta er 10 daga hreinsun. Mundi þetta vera í lagi?
Kv. Kristín.
 
Sæl og blessuð Kristín!
Það er ekki talið æskileg að fara í neins konar kúra á fyrstu vikum brjóstagjafar. Það kemur reyndar ekki fram hve barnið þitt er gamalt en það væri gott ef það væri eldra en 3ja mánaða og enn betra væri ef það væri eldra en 6 mánaða. Þá sé ég í raun ekki neina fyrirstöðu á að reyna svona tímatakmarkaða meðferð.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
14. nóvember 2010.