Spurt og svarað

09. desember 2005

Matur fyrir börn á brjósti

Takk fyrir frábæran vef!

Við eigum einn 8 mánaða prins sem er byrjaður að borða. Hann byrjaði að borða 6 mánaða og brjóstafgjöfin hefur alltaf gengið eins og í sögu. Honum finnst nú fár matur spennandi enda hef ég bara tekið þessum matartímum rólega og leyft honum að kynnast þessu í rólegheitum. Hann er en mikið á brjósti og drekkur tvisvar á nóttunni (hefur reyndar verið að auka það og er oft að vakna). Nú bý ég í Danmörku og ljósmóðirin mín vill að ég fari að auka matinn hans miklu meira finnst hann allt of mikið á brjósti. Vill að hann borði meira 3 meginmáltíðir og 2 millimáltíðir, segir að hann fitni ekki af brjóstamjólkinni hann þurfi meiri mat. Hef verið að gefa honum graut á morgnanna og svo banana og ab mjólk í hádeginu og svo hef ég verið að gefa honum náttúrlega krukkumat t.d.grænmeti á kvöldið. Hann vill ekki það sem ég bý til og vill ekki brauð svo ég hef bara prófað reglulega aftur en enn hefur það ekki tekist. Nú er ég farin að hafa áhyggjur af því að hann sé ekki að borða nóg og er að stressa mig mikið yfir þessu og hann er bara alls ekki það duglegur að borða. Hún var að segja að hann þyrfti að fara tyggja meira. Hann elskar Cherioos og pillar það upp í sig og elskar ávexti en ekki kæfu og ekki brauð. Spurning er á ég að hafa áhyggjur, og hvað með næturgjafirnar höfum verið að reyna minnkar þær því hann er farin að vakna svo oft en hef ekki hjarta í mér að neyta honum því er hrædd um að hann sé svangur.

.................................................................................

Sæl og blessuð Danmerkurkona.

Þú þarft ekki að hafa neinar einustu áhyggjur. Mér finnst sonur þinn mjög duglegur að borða og það liggur ekkert á að fara að gefa honum meiri mat. Næringarlega séð er hann að fá allt sem hann þarf fyrir sinn aldur með brjóstamjólkinni. Til viðbótar er gott að hann fái járn, sínk og D-vítamín. Þú getur skorið niður á disk smá steinselju eða eitthvert grænt blaðgrænmeti og dreypt yfir sítrónudropum og gefið honum á hverjum degi. Svo passarðu að hann fari út í dagsbirtu a.m.k. í 10 mín. á dag. Þá er öllum hans þörfum (næringar og bætiefnalegum) fullnægt. Ég er mjög glöð að heyra hvað þú hefur verið róleg yfir þessu matarstússi.

Með ósk um áframhaldandi gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. desember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.