Maxidex augndropar og brjóstagjöf

22.11.2006

Ég er með 11 vikna gamalt barn á brjósti. Í dag fékk ég fyrirskipun frá augnlækninum mínum að fara að nota Maxidex augndropa í einhvern tíma, 1 dropa 4 sinnum á dag. Er mér óhætt að halda áfram með brjóstagjöfin á umbúðunum stendur að lyfið berist í brjóstamjólkina.

Þarf að fá svar strax.


Sæl og blessuð.

Já, þú mátt nota þessa augndropa og halda brjóstagjöfinni áfram. Þeir virka mjög staðbundið og fara næstum ekkert yfir í mjólkina. Vona að þér batni fljótt. 

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. nóvember 2006.