Spurt og svarað

17. mars 2008

Meira um A og D vítamín

Sæl!

Var að lesa fyrirspurn um A og D vítamín þar sem stendur að barn fái nægilegt A og D vítamín ef það er á brjósti og móðirin vel nærð. Nú tek ég inn Omega 3 fitusýrur og lýsi á hverjum degi og hjúkrunarkonan í ungbarnaeftirlitinu vill samt að ég gefi syni mínum A og D dropa. Af hverju er það? Er það þá ekki alveg óþarfi?


Sæl og blessuð.

Það hefur verið viðhöfð sú regla hér á landi lengi að gefa börnum AD dropa til að tryggja að þau fái nægilegt D vítamín. Ástæðan er sennilega sú að við búum í landi þar sem dagsbirta er mjög lítil í marga mánuði samfellt. Til að fá nægilegt D vítamín þarf bæði að fá það úr fæðu og með sólarljósi. Það er nægilegt D vítamín í brjóstamjólkinni ef móðir tekur inn nóg af því en það þarf að passa að barn fái líka sól á húðina. Það er því raun óþarfi að gefa þessa dropa ef annað er í lagi en það þarf þá að hætta að hafa teppi yfir öllum stólum, vögnum og kerrum.

Með bestu kveðjum.  

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.