Burnirót (Rhodiola rosea)

21.01.2009

Sælar!

Mig langaði að vita hvort að það hefði einhver skaðlega áhrif að taka inn burnirót fyrir getnað og á meðgöngu? Er búin að leita mér upplýsinga um það en finn ekkert um það.

Kær kveðja.

 


 

Sæl!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég finn eru ekki hægt að segja til um hvort öruggt sé að nota Burnirót (Rhodiola rosea) á meðgöngu og því er öruggast að sleppa því.

Samkvæmt upplýsingum á vef Heilsubankans vinnur Burnirót gegn streitu og einbeitingarleysi. og rannsóknir hafa sýnt að hún vinnur gegn þreytu, einbeitingarskorti, og þróttleysi. Burnirót hefur sterk áhrif á hormónakerfi líkamans og hefur hún jákvæð áhrif á kynhvöt karla og kvenna.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. janúar 2009.

Heimild: Alternative Medicine Review (2002). Rhodiola rosea Monograph. Alternative Medicine Review, 7 (5), 421-423.