Spurt og svarað

30. mars 2010

Metasys með barn á brjósti

Góðan dag!

Ég sé að á upplýsingavef um Metasys er talað um að það eigi ekki að taka á meðgöngu en sé í lagi að taka samhliða brjóstagjöf en þá aðeins 2 í einu daglega fyrstu 10 dagana. Er þetta algjörlega skaðlaust hvað varðar brjóstagjöfina eða væri maður að taka séns með því að taka? Eftir að hafa lesið vefinn þá ákvað ég að prófa að taka þetta og byrjaði bara á 1 töflu á dag sem ég hef gert í 4 daga. Kannski hittir bara svona á en strákurinn hjá mér hefur verið að hafa hægðir 2-3 sinnum á dag og eins á næturnar sem hann hefur ekki gert áður. Gæti þetta tengst? Ég er líka byrjuð að gefa graut og fleira sem gæti örvað hægðirnar. Ætla samt ekki að taka meira fyrr en ég hef fengið álit frá ykkur þar sem ég vil ekki taka neinn séns á þessu.

Með þökk. Kveðja Guðrún.


 

Sæl og blessuð Guðrún!

Það kemur reyndar ekki fram hversu gamalt barnið þitt er en það skiptir verulegu máli. Það er ekki skynsamlegt að nota slík grenningarefni fyrstu 3-4 mánuðina. Þú talar samt um að þú sért farin að gefa graut og fleira sem bendir til að barnið sé orðið 6 mánaða eða eldra. Þá ertu væntanlega farin að minnka brjóstagjöfina samhliða. Það þýðir að svona efni í hófi gætu verið í lagi. Trúlega eru hægðamálin ekki tengd þessari inntöku en frekar matargjöfum barnsins. Farðu bara varlega af stað í byrjun.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. Mars 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.