Með barn á brjósti að reyna

08.12.2010
Góðan daginn og takk fyrir alveg frábæran vef!
Ég hætti á brjóstapillunni fyrir um 6 vikum síðan og er ekki enn byrjuð á blæðingum. Ég á 10 mánaða gamlan son sem fær brjóst tvisvar á dag. Gæti þessi litla brjóstagjöf verið að koma í veg fyrir að ég byrji á blæðingum? Okkur langar að byrja að reyna að eignast annað barn svo ég er að velta fyrir mér hvort ég þurfi að hætta að gefa honum brjóst til að geta orðið ólétt.
Með bestu kveðjum og fyrirfram þökk.
 
Sæl og blessuð!
Mér þykir ótrúlegt að svo lítil brjóstagjöf sé að trufla hormónflæði. En þó er aldrei hægt að útiloka neitt í þessum efnum. Ég myndi ráðleggja þér að sjá til í nokkra mánuði í viðbót.
Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. desember 2010.