Spurt og svarað

21. júní 2011

Búsett erlendis, sónar á Íslandi

Komið þið sæl!

Takk fyrir góðan vef, hefur hjálpað mér mikið á undanförnum vikum. Þannig er mál með vexti að ég er búsett í Danmörku og komin 8 vikur á leið. Ég verð á Íslandi í sumar á þeim tíma sem ég á að fara í 13 vikna sónar og svokallað „Double TEST“ eins og læknirinn minn hér kallaði það. Get ég farið í þessa skoðun á Íslandi þó ég sé skráð hér og með danska kennitölu? Hvert á ég þá að leita

Fyrirfram þakkir, H.


Sæl!

Þér er velkomið að koma í þessa skoðun hjá okkur, við köllum hana 11-14 vikna fósturskimun, þá er mæld hnakkaþykkt og tekin blóðprufa og reiknaðar líkur á litningagöllum, ásamt fósturskoðun m.t.t. fósturgalla. Þú getur hringt í síma 543-3256 og pantað og kostar skoðunin fyrir þig 24.600.- þar sem þú ert ekki í tryggingarkerfinu okkar. Skoðunin kostar 8.700.- fyrir konur með réttindi hér.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
21. júní 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.