Búsett erlendis, sónar á Íslandi

21.06.2011

Komið þið sæl!

Takk fyrir góðan vef, hefur hjálpað mér mikið á undanförnum vikum. Þannig er mál með vexti að ég er búsett í Danmörku og komin 8 vikur á leið. Ég verð á Íslandi í sumar á þeim tíma sem ég á að fara í 13 vikna sónar og svokallað „Double TEST“ eins og læknirinn minn hér kallaði það. Get ég farið í þessa skoðun á Íslandi þó ég sé skráð hér og með danska kennitölu? Hvert á ég þá að leita

Fyrirfram þakkir, H.


Sæl!

Þér er velkomið að koma í þessa skoðun hjá okkur, við köllum hana 11-14 vikna fósturskimun, þá er mæld hnakkaþykkt og tekin blóðprufa og reiknaðar líkur á litningagöllum, ásamt fósturskoðun m.t.t. fósturgalla. Þú getur hringt í síma 543-3256 og pantað og kostar skoðunin fyrir þig 24.600.- þar sem þú ert ekki í tryggingarkerfinu okkar. Skoðunin kostar 8.700.- fyrir konur með réttindi hér.

Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
21. júní 2011.