Spurt og svarað

08. mars 2008

Mikil prumpulykt, er eingöngu á brjósti

Sælar!

Ég er með einn 4½ mánaða sem prumpar heil ósköp og hefur gert það lengi. Málið er að það er mikil prumpufýla og bróðir minn segir að hann reki fúlt við. Hann er eingöngu á brjóstamjólk. Hann á ekki erfitt með að prumpa. Ég las að það er eðlilegt að brjóstabörn prumpi mikið en að lyktin eigi ekki að vera fúl. Mér finnst hún svo sem þolanleg, en ekki góð, alls ekki. Hverafýla er ágæt miðað við þetta. Af hverju er þetta og þarf ég að hafa áhyggjur.

Með fyrirfram þökk, ofur mamma!


Sæl og blessuð ofur mamma!

Vindgangur ungbarna getur verið geysimikill. Vindurinn myndast í þörmunum við meltinguna og hann lyktar náttúrlega af úrgangsefnum. Lyktin er náttúrlega alltaf matsatriði. Það sem einum finnst eðlileg lykt getur öðrum fundist argasta fýla. Þar sem þér virðist finnast þetta alveg þolanleg lykt myndi ég ekki hafa neinar áhyggjur í þínum sporum. Það er alltaf sá sem stendur næst „lyktinni“ sem er næmastur á hana. Ef þú hefur verulegar áhyggjur og heldur að eitthvað óeðlilegt sé í gangi þá leitarðu með barnið til læknis.

Með góðum kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.