Hvenær má fara með barn út?

23.09.2012

Ég var að spá hvenær má fara með barn út eftir fæðingu eða fara að keyra eithvað langt með ný fætt barn er allt í lagi að hafa kannski 4daga gamalt barn í bíl í 10-12 tíma?

Sæll

Á Íslandi er yfirleitt miðað við að börn séu orðin 4 kg eða 2 vikna gömul og reyna að forðast að fara með barnið á staði þar sem mikill fólksfjöldi er því ónæmiskerfi nýbura er enn að þróast og þau eiga eftir með að vinna á móti sýkingum. Það þarf líka að taka mið af aðstæðum, eins og veðurfari og hita stigi útivið. Eins er mikilvægt fyrir bæði móður og barn að vera sem mest heima við fyrstu vikuna, það getur fylgt því mikið álag að eignast barn og er hvíld fyrstu vikuna mikilvæg.

Ég tel ekki ráðlegt að svona ungt barn sé í bíl í 10-12 tíma og myndi ráðleggja annan ferðamáta ef nauðsynlegt er að fara langa vegalengd.

Vona að þetta hjálpi

Með bestu kveðju
Jóna Björk Indriðadóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
14. september 2012