Bylta

10.12.2014

Hæ hæ ég datt í gærkvöldi í hálku og beint á bakið. Ég var í síðri úlpu sem kannski hjálpaði við fallið og ég fann ekki neitt fyrir neinu um leið og ég datt. En þegar leið á kvöldið og ég var komin uppí rúm þá fór ég að finna fyrir smá verk neðst í bakinu. Ég er komin c.a 18 vikur á leið og vildi bara tékka hvort þetta gæti eitthvað haft áhrif á barnið? Er með smá áhyggjur. Takk fyrir, kær kveðja

 
 Sæl og blessuð, ansans óheppni var það að detta svona. Fóstrið er ansi vel varið fyrir þeim ytri áföllum sem móðirin verður fyrir og oftast nær hefur svona bylta engin áhrif á það. Ef að engir samdrættir eru í leginu og það er mjúkt og engin blæðing þarftu ekki að hafa áhyggjur. Verkurinn í bakinu tengist trúlega stoðkerfinu eða að það er að koma mar út.
 

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. des. 2014