Spurt og svarað

10. desember 2014

Bylta

Hæ hæ ég datt í gærkvöldi í hálku og beint á bakið. Ég var í síðri úlpu sem kannski hjálpaði við fallið og ég fann ekki neitt fyrir neinu um leið og ég datt. En þegar leið á kvöldið og ég var komin uppí rúm þá fór ég að finna fyrir smá verk neðst í bakinu. Ég er komin c.a 18 vikur á leið og vildi bara tékka hvort þetta gæti eitthvað haft áhrif á barnið? Er með smá áhyggjur. Takk fyrir, kær kveðja

 
 Sæl og blessuð, ansans óheppni var það að detta svona. Fóstrið er ansi vel varið fyrir þeim ytri áföllum sem móðirin verður fyrir og oftast nær hefur svona bylta engin áhrif á það. Ef að engir samdrættir eru í leginu og það er mjúkt og engin blæðing þarftu ekki að hafa áhyggjur. Verkurinn í bakinu tengist trúlega stoðkerfinu eða að það er að koma mar út.
 

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
10. des. 2014

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.