Spurt og svarað

01. febrúar 2014

Mishratt rennsli

Góðan daginn!
Mig vantar smá aðstoð með brjóstagjöfina. Stelpan mín er 19 daga gömul. Hún hefur verið að drekka á um þriggja tíma fresti á daginn og svona 4-7 tíma fresti á næturnar og alltaf bara annað brjóstið í hverri gjöf. Ég hef verið að leggja hana til skiptis á hægra og vinstra brjóstið. En vandamálið er að þegar hún fer hægra brjóstið þá drekkur hún í svona 20-25 mín. en þegar hún fer á það vinstra drekkur hún í um 10 mín. og steinsofnar og það er ekki séns að fá hana til að drekka meira. Það er ekki stærðarmunur á brjóstunum en ég finn að það hægra verður "fyllra" á milli gjafa. Vonandi hafið þið einhver svör handa mér - hvort þetta sé bara allt í góðu lagi eða hvort ég þurfi að gera eitthvað til að laga þetta.

Sæl og blessuð!
Það er ekki neitt fyrir þig að hafa áhyggjur af. Þetta hefur með vídd mjólkurganganna að gera og hjá öllum konum eru þeir misvíðir. Það er samt ekki mjög oft að það munar svona miklu á tíma. Það er virkilega gott að þú hefur ekki farið út í það að takmarka lengd gjafanna á "hægara" brjóstinu því það er yfirleitt það fyrsta sem konum dettur í hug að gera. Þú átt ekkert að gera til að reyna að breyta þessu heldur bara læra að lifa með þessu, eins og þú hefur verið að gera. Vertu bara glöð yfir að vera ekki nákvæmlega eins og næsta kona við hliðina.
Gangi þér vel áfram.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1.febrúar 2014.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.