Spurt og svarað

25. ágúst 2008

Mismikil mjólk í brjóstum

Sæl!

Ég er með eina spurningu í tengslum við brjóstagjöfina sem mér er mikið í mun að fá svar við. Þannig er að ég er 4 með fjögurra mánaða dóttur mína á brjósti. Undanfarið hef ég verið að mjólka mig þar sem ég er að lesa undir próf og er ekki heima við allan daginn til að gefa henni. Ég hef tekið eftir því að þegar ég mjólka mig (með handpumpu) koma venjulega 80 ml úr öðru brjóstinu en ekki nema 20 ml úr hinu. Ég veit það er eðlilegt að það komi mismikil mjólk úr brjóstunum en mér finnst þetta bara dálítið mikill munur. Ég tek það fram að dóttir mín tekur bæði brjóstin jafnvel. Ætti ég að gera eitthvað til þess að reyna að auka mjólkurframleiðsluna í öðru brjóstinu (eins og td að mjólka það oftar til þess að örva) eða er þetta eðlilegt ástand.

Með fyrirfram þökkum, Laufey.


Sæl og blessuð Laufey.

Það er eins og þú tekur fram alveg eðlilegt að það muni á milli brjósta í framleiðslu. Það munar líka í vídd ganga og það þýðir að það getur munað miklu um hve mikið næst með „öðruvísi“ aðferðum eins og mjöltum. Börn finna hins vegar lítið fyrir svona mun. Þú getur reynt að jafna muninn að einhverju leyti eins og þú leggur til sjálf en það er í raun ekki nauðsynlegt að ég tel í þínu tilfelli.

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.