Mismunand litur á brjóstamjólk

01.05.2006

Sælar ljósmæður!

Ég á eina 4½ mánaða stelpu sem er á brjósti. Hún hefur verið frekar erfið á brjóstinu svo stundum þá mjólka ég mig og gef henni úr stútkönnu. Ég hef tekið eftir því að ef ég mjólka mig á morgnana þá er
mjólkin frekar þunn og líkist helst undanrennu en á kvöldin þá er hún alveg hvít! Er þetta alveg eðlilegt?


Sælar!

Þetta er alveg eðlilegt með litinn á mjólkinni. Mjólkin breytist eftir þörfum barnsins, er yfirleitt þunn í upphafi gjafar og svo í lokinn þá er hún með meira rjómainnihald . Eins og þú veist að þá er mjólkin
rjómagul fyrstu vikuna eftir fæðinguna og verður svo hvít. Og ef mæður fæða börn sín fyrir tímann - þá er innihald mjólkurinnar í samræmi við þarfir fyrirburans.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. maí 2006.