Spurt og svarað

01. maí 2006

Mismunand litur á brjóstamjólk

Sælar ljósmæður!

Ég á eina 4½ mánaða stelpu sem er á brjósti. Hún hefur verið frekar erfið á brjóstinu svo stundum þá mjólka ég mig og gef henni úr stútkönnu. Ég hef tekið eftir því að ef ég mjólka mig á morgnana þá er
mjólkin frekar þunn og líkist helst undanrennu en á kvöldin þá er hún alveg hvít! Er þetta alveg eðlilegt?


Sælar!

Þetta er alveg eðlilegt með litinn á mjólkinni. Mjólkin breytist eftir þörfum barnsins, er yfirleitt þunn í upphafi gjafar og svo í lokinn þá er hún með meira rjómainnihald . Eins og þú veist að þá er mjólkin
rjómagul fyrstu vikuna eftir fæðinguna og verður svo hvít. Og ef mæður fæða börn sín fyrir tímann - þá er innihald mjólkurinnar í samræmi við þarfir fyrirburans.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. maí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.