Missir maður mjólkina?

18.12.2011

Missir maður mjólkina ef brjóstunum verður of kalt? Hvað get ég gert til að halda brjóstunum hlýjum? Takk fyrir frábæran vef.


 

Sæl og blessuð.

Svarið við þessari spurningu er neitandi. Kuldi hefur engin áhrif á mjólkurframleiðslu. Kuldi framkallar heldur ekki stíflur í brjóstum eins og sumir halda. Það er hins vegar þannig að fólk er misviðkvæmt fyrir kulda og líður almennt illa ef því verður kalt. Þannig konur ættu að huga að því að hafa hlýtt á brjóstunum þegar kalt er í veðri. Það er þá gott að hafa ullarleppa á brjóstunum eða trefil eða sjöl yfir þeim.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. desember 2011.