Mjólk

15.08.2014

Ég er með eina hnátu sem er 10 mánaða. Hún hefur fengið hipp þurrmjólk frá 2 mánaða aldri en hefur alltaf þurft að fá malt extract út í mjólkina þar sem að hún á mjög erfitt með hægðir. Hún er farin að fá fjölbreytta fæðu eins og hafragraut, brauð með smjöri, ávaxta og grænmetismauk og þess háttar. Ég hef nokkrum sinnum prófað að gefa henni stoðmjólk en hún byrjar alltaf að gubba rosalega mikið á eftir. Ég prófaði að minnka malt extract og hætti því svo alveg og það var alveg hræðilegt. Hún grét og grét vegna hægðatregðu. Ég er svo hrædd við að gefa henni mjólkurvörur út af þessu og var að velta fyrir mér hvað ég geti gert. Á ég að prófa soja eða eitthvað þannig?


 

Sæl og blessuð!

Þér er alveg óhætt að sleppa mjólkinni. Þú getur prófað að gefa henni smá skyr eða jógúrt en ef það fer illa í hana bíðurðu bara með það. Þú getur líka prófað ost. Það sem þú ert að hugsa um er að koma kalki í hana en það þarf ekkert endilega að vera á formi mjólkur. Hún getur drukkið vatn eða safa. Þér er líka óhætt að halda áfram með maltextraktið eða nota sveskjur eða fíkju/safa. Þú mátt prófa soja ef þú vilt.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstajafaráðgjafi,
15.ágúst 2014.