Spurt og svarað

15. ágúst 2014

Mjólk

Ég er með eina hnátu sem er 10 mánaða. Hún hefur fengið hipp þurrmjólk frá 2 mánaða aldri en hefur alltaf þurft að fá malt extract út í mjólkina þar sem að hún á mjög erfitt með hægðir. Hún er farin að fá fjölbreytta fæðu eins og hafragraut, brauð með smjöri, ávaxta og grænmetismauk og þess háttar. Ég hef nokkrum sinnum prófað að gefa henni stoðmjólk en hún byrjar alltaf að gubba rosalega mikið á eftir. Ég prófaði að minnka malt extract og hætti því svo alveg og það var alveg hræðilegt. Hún grét og grét vegna hægðatregðu. Ég er svo hrædd við að gefa henni mjólkurvörur út af þessu og var að velta fyrir mér hvað ég geti gert. Á ég að prófa soja eða eitthvað þannig?


 

Sæl og blessuð!

Þér er alveg óhætt að sleppa mjólkinni. Þú getur prófað að gefa henni smá skyr eða jógúrt en ef það fer illa í hana bíðurðu bara með það. Þú getur líka prófað ost. Það sem þú ert að hugsa um er að koma kalki í hana en það þarf ekkert endilega að vera á formi mjólkur. Hún getur drukkið vatn eða safa. Þér er líka óhætt að halda áfram með maltextraktið eða nota sveskjur eða fíkju/safa. Þú mátt prófa soja ef þú vilt.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstajafaráðgjafi,
15.ágúst 2014.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.