Spurt og svarað

18. mars 2005

Mjólk eða broddur?

Ég er búin að vera meira og minna með mjólk í brjóstunum síðan ég átti mitt elsta barn sem í dag er orðið 9 ára. Spurning mín er þessi, af hverju er hætt að leka svona allt í einu þegar ég er komin tæpar 29 vikur? Ég get jú kreist út smá en ekki miklu.

...........................................................................

Sæl og blessuð.

Það er mjög eðlilegt að það sé hægt að kreista út einhverja dropa mjög lengi eftir að brjóstagjöf lýkur. Ég hef samt aldrei skilið hvað rekur konur til þess að vera að prófa það. Það er frekar til að viðhalda einhverri örlítilli starfsemi. Til hvers? Til að athuga hvort það er hægt? Eða kannski er þetta bara fikt. 

Jæja en nú ertu 29 vikur gengin og auðvitað farinn að framleiðast broddur. Stundum lekur hann, stundum ekki. Það er engin ein skýring á því og skiptir heldur engu máli. Það er best fyrir þig að vera ekkert að kreista út brodd. Það er jú enginn tilgangur með því. Það er ekkert barn til að taka við honum. Ef lekur geturðu útbúið þér smá innlegg í brjóstahaldarann til að taka við honum, ef hættir að leka þá þarftu þess ekki.

Með bestu kveðjum og von um góða komandi brjóstagjöf,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. mars 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.