Spurt og svarað

12. desember 2008

Mjólk tvískiptist við kælingu

Góðan dag!

Ég er nýbökuð móðir sem þarf að fara í aðgerð. Fjögurra mánaða dóttir mín hefur eingöngu verið á brjósti og ég byrjaði í dag að safna forða fyrir hana sem pabbi hennar ætlar að gefa henni þann dag sem ég verð fjarverandi. Ég hafði hugsað mér að safna forða yfir daginn sem ég kæli og frysti svo í lok dagsins. Þegar ég ætlaði svo að bæta ferskri kældri mjólk við það sem ég safnaði fyrr í dag var eins og mjólkin hefði ''skilið'' sig. Það er eins og hún verði tvískipt. Efst er lítið magn af eins konar ''þykkum rjóma'' og í mun meira magni þar fyrir neðan er þetta líkt ''undanrennu''. Ég geymi mjólkina í sérstökum pokum
sem ég keypti fyrir brjóstamjólk. Er eðlilegt að mjólkin skipti sér svona? Jafnast þetta kannski út þegar hún verður hituð?Ég vona að þið getið sagt mér hvort þetta sé eðlilegt.

Með fyrirfram þökk, og takk fyrir góðan vef.

 


 

Sæl og blessuð!

Já, þetta er lýsing á fullkomlega eðlilegri mjólkaðri brjóstamjólk. Það eina sem þarf að gera er að blanda henni vel saman um leið og hún er hituð. Ekki hrista hana harkalega heldur velta henni um ílátið í smá stund.

Vonandi gengur þér vel í aðgerðinni og mundu að þú mátt leggja barnið á brjóst strax að henni lokinni jafnvel þótt þú hafir farið í svæfingu.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.