C- vítamínríkir safar á meðgöngu

29.01.2008

Sælar kæru ljósmæður og þakkir fyrir frábæran vef sem maður hefur leitað til í gegnum meðgöngurnar. Mig langar svo að forvitnast en núna er ég gengin 19 vikur með annað barn og er með mjög veikburða ofnæmiskerfi og þarf að taka inn ofnæmislyf allan ársins hring (auðvitað í samráði við hina bestu lækna) En spurning mín er þessi. Meiga ófrískar konur taka inn safana frá Weleda, Havtorn Råsaft & Havtorn Elixir og aðra safa sem þeir eru að bjóða uppá, en þessir tveir sem ég nefndi eru C- vítamín safar sem auka mótstöðu og ofnæmiskerfi?


Komdu sæl.

Veleda safi, sem er líka mjög C vítamín ríkur, er í lagi á meðgöngu en ég þekki ekki hina safana svo ég þori ekki að tjá mig um þá.  Ég ráðlegg þér að lesa vel utan á umbúðirnar eða spyrja í heilsubúðum.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29.janúar 2008.