Mjólkar smá á meðgöngu

05.11.2014

Halló!

Okkur langar til að spyrja. Getur talist eðlilegt að það komi smá mjólk úr brjósti núna þegar bara eru liðnar 12 vikur á meðgöngu? Það er ekki mikið sem kemur.

Kv. Gunnar.
Sæll og blessaður!

Já, það er algjörlega eðlilegt að hægt sé að kreista fram brodd úr brjóstum svona snemma. Eða jafnvel að hann komi af sjálfu sér. Svo getur þetta hætt en komið aftur seinna. Það er líka til í dæminu að þetta sé viðvarandi alla meðgönguna. En semsagt undirbúningur brjóstanna er hafinn á fullu og verður í gangi alla meðgönguna og nokkrar vikur eftir fæðingu.

Gangi ykkur vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir.
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. október 2014.