Spurt og svarað

03. febrúar 2009

Mjólkun á meðgöngu

Sæl!

 Ég var að pæla hvort það sé í lagi að byrja mjólka sig á meðgöngu? Ég lek svo mikið og svo mjólkin fari ekki til spillis var ég að hugsa um að byrja mjólka mig og frysta mjólkina. Getur það haft einhver áhrif að byrja mjólka sig á meðgöngu?

 


Sæl og blessuð!

Það er almennt ekki talið heppilegt að mjólka sig á meðgöngu. Það skilar oftast litlum árangri. Örvun brjóstanna getur átt þátt í að setja fæðingu af stað fyrr en æskilegt er. Síðan er samsetning mjólkurinnar ekki talin góð fyrir barn nema allra fyrst. Eftir fæðinguna fer af stað ferli sem hvetur framleiðslu mjólkur með þeim innihaldsefnum sem barnið þarfnast. Þetta ferli getur ekki farið af stað á meðgöngu. Mjólk sem framleiðist á meðgöngu hæfir því ekki barni eftir fæðingu.

Ég ráðlegg þér að fá þér góð brjóstainnlegg til að taka við lekanum og passa að örva ekki brjóstin.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. febrúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.