Spurt og svarað

03. desember 2011

Mjólkuraukandi smákökur

Mig langar að spyrja brjóstagjafaráðgjafa hvort hún hafi trú á "lactation cookies" til að auka mjólkurframleiðslu? Uppskriftin hér: http://www.drmomma.org/2010/08/lactation-cookies-recipe-increasing.html


Sæl og blessuð!

Eins og kemur ágætlega fram á síðunni þá kemur í raun ekkert í stað mikillar örvunar. Það þýðir að hraust barn sem sýgur nógu oft og vel dugar í langflestum tilfellum til að líkaminn framleiði nógu mikla mjólk eða það sem hæfir barninu.

Það er þó í stöku tilfellum verið að nota jurtir og önnur efni til að reyna að auka framleiðslu. Hjá sumum virkar það ágætlega en öðrum ekki. Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir á móti því að nota þessi efni svo fremi að skammtar séu innan skynsemismarka. Mjólkuraukandi smákökur höfða ábyggilega til margra kvenna og gæti verið allt í lagi að prófa þær þegar mæður eru undir auknu álagi eða við einhverjar þær aðstæður sem eru þekktar fyrir að hafa slæm áhrif á brjóstagjöf tímabundið. Það er spurning hvernig gengur að ná saman efnunum sem á að fara í þær en ætti þó að nást. En það er erfitt að stjórna skammtastærð á þennan hátt þannig að reglan minna er betra en meira gildir þarna. Þannig að svarið er að ég trúi að þetta gæti hjálpað einstaka konu en hjá stórum hluta myndi þetta sennilega ekki breyta neinu. Það er þó alltaf allt í lagi að prófa.

Með bestu óskum,
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. desember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.