Spurt og svarað

25. apríl 2009

Mjólkurleki úr nefi

Sæl og takk fyrir frábæran vef!

Sonur minn er 2 mánaða og þegar ég gef honum liggjandi þá lekur alltaf mjólkin úr nefinu á honum samtímis. Það er eins og mjólkin fari ekki niður í maga heldur dropar bara stanslaust úr nefinu á meðan hann sýgur og stór pollur myndast ef ég stoppa ekki gjöfina. Þetta gerist bara á vinstra brjóstinu en ekki því hægra. Ég reisi mig alltaf upp þegar þetta byrjar og gef honum sitjandi vinstra brjóstið. Eru einhver ráð við þessu því mig langar til að geta legið í rúminu á nóttunni þegar ég gef honum. Það er svo miklu þægilegra.

Kær kveðja Steinunn.

 


Sæl og blessuð Steinunn.

Þetta er algengara vandamál en margur heldur. Það er því miður ekki til önnur lausn en að hafa barnið meira lóðrétt í gjöfum eða snúa því þannig að mjólkin leki ofan í það. Því legg ég til að þú gefir bara hægra brjóstið á nóttunni.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. apríl 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.