Mjólkurmagn fyrir ungbörn

10.10.2010
Sælar!
Hvað er 4daga gamalt barn að drekka mikið (í ml.) c.a. hún var 15 merkur?
 
Sæl og blessuð!
Það er afar mismunandi hvað börn eru að drekka mikið af brjóstamjólk. Ég reikna með að þú sért að velta fyrir þér hve mikið þau drekka í hverri gjöf. Það ætti að vera á bilinu 25-50 ml. Hvort að það er minna eða meira fer fyrst og fremst eftir því hve margar gjafirnar eru á sólarhringum og svo líka eftir því hvenær á sólarhringum það er. Stærstu gjafirnar eru að nóttu og fyrri hluta dag en þær minni eru seinnipartinn.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. október 2010.