Spurt og svarað

27. nóvember 2004

Mjólkurmyndun

Ef það myndast mjólk í brjóstunum er það þá merki um að maður sé ófrískur eða geta aðrar ástæður legið að baki þess?  Ég er ekki á pilluni, á dóttur 1 1/2 árs sem ég var með á brjósti í 7 mánuði.

.................................................................

Sæl og blessuð.

Það geta legið ýmsar ástæður aðrar að baki mjólkurmyndun. Þær eru það margar að það er ekki skynsamlegt að fara að telja þær upp hér en flestar eru þær hormónatengdar. Þ.e.a.s einhverns konar rugl á einhverjum hormónanna. Það eru líka til lyf sem valda hormónatruflunum eða valda beinlínis mjólkurmyndun. Allra, allra líklegast ástæðan fyrir mjólkurmyndun er þó sú að ný þungun sé komin af stað. Þannig að skynsamlegast er að gera þungunarpróf áður en farið er að kanna aðrar flóknari og mun sjaldgæfari ástæður.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. nóvember 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.