Mjólkurmyndun

27.11.2004

Ef það myndast mjólk í brjóstunum er það þá merki um að maður sé ófrískur eða geta aðrar ástæður legið að baki þess?  Ég er ekki á pilluni, á dóttur 1 1/2 árs sem ég var með á brjósti í 7 mánuði.

.................................................................

Sæl og blessuð.

Það geta legið ýmsar ástæður aðrar að baki mjólkurmyndun. Þær eru það margar að það er ekki skynsamlegt að fara að telja þær upp hér en flestar eru þær hormónatengdar. Þ.e.a.s einhverns konar rugl á einhverjum hormónanna. Það eru líka til lyf sem valda hormónatruflunum eða valda beinlínis mjólkurmyndun. Allra, allra líklegast ástæðan fyrir mjólkurmyndun er þó sú að ný þungun sé komin af stað. Þannig að skynsamlegast er að gera þungunarpróf áður en farið er að kanna aðrar flóknari og mun sjaldgæfari ástæður.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. nóvember 2004.