Spurt og svarað

02. júlí 2008

Mólkuróþol hjá brjóstabarni

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að það sé rétt að brjóstabörn geti verið með mjólkuróþol og verði því óróleg? Dóttir mín er að verða 6 vikna og hefur verið óróleg en aldrei á sama tíma sólahrings, þá aðallega þegar að hún er að reyna leysa loft hún verður voða reið og grætur sárt svo hefur hún hægðir u.þ.b. 1 sinni í viku með miklum erfiðleikum, grætur sárt og rembist og þær eru vel þykkar og kekkjóttar. Svo þær lykta alveg hryllilega, hef fundið lykt af hægðum hjá öðrum brjóstabörnum og þetta er bara ekki i líkindum við það. Mér var bent á að þetta gæti verið mjólkuróþol og hef ég tekið allar mjólkurvörur út og er búin að gera það núna í 8 daga og mér finnst hún ekkert vera að skána svo kúkaði hún í gær og voru þær enn þykkari og kekkjóttari! Er búin að lesa hér að ef börn dafna vel þá á maður ekkert að hafa áhyggjur af hægðunum en mig langar til að vita hvort ég eigi að halda áfram að vera með engar mjólkurvörur eða er þetta bara eðlilegt?


Sæl og blessuð.

Ef þú ert að velta fyrir þér mjólkuróþoli þá er ekki nóg að bíða í 8 daga. Það er yfirleitt talað um að bíða í 10-14 daga eftir árangri. Þó er alls óvíst hvort það hafi nokkur áhrif á hægðirnar. En það ætti að hafa áhrif á líðanina. Ef þú ert að gefa nógu margar gjafir og nógu lengi á fyrra brjóstinu þá ættirðu að geta verið róleg. Það er líka mikilvægt fyrir þig að gefa bæði brjóstin í sem flestum gjöfum. Það er líka jákvætt að hreyfa hana vel eftir því sem hægt er.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2008.
  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.