Spurt og svarað

02. nóvember 2004

Móðurmjólk í pela?

Ég er með 8 vikna stelpu og búin að mjólka í frysti til að geta gripið í ef ég þarf að fara í lengri tíma frá henni. En ég veit ekki hvernig best er að gefa henni mjólkina. Hún hefur aldrei fengið pela en sýgur snuð. Ég er einnig hrædd við að hún myndi sogvillu og hætti að vilja brjóstið. Á að gefa henni mjólkina með pela eða á einhvern annan hátt?

Kveðja, Sandra.

....................................................................

Sæl og blessuð Sandra.

Þitt barn er orðið það gamalt að það er mjög lítil hætta á sogvillu. Sérstaklega ef við erum bara að tala um stöku pela en ekki marga á dag. Ég álít það besta kostinn að barnið fái mjólkina þína úr pela. Það verður ekkert mál að kenna því að drekka úr pela. Það er eins og að kenna manni sem alltaf hefur keyrt beinskiptan bíl á sjálfskiptingu. Það er ekki hætta á að barnið þitt hætti að vilja brjóst. Það hefur 8 vikna góða reynslu og er örugglega ekki tilbúið að skipta út.

Með bestu óskum um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. nóvember 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.