Spurt og svarað

20. nóvember 2011

Móðurmjólk úr örbylgjuofni

Á fæðingardeildinni er uppi miði um að alls ekki megi hita brjóstamjólk í örbylgjuofni en á vökudeild er vani að hita mjólkina í örbylgjuofni. Hvað er slæmt við að hita hana í örbylgjuofni og af hverju er þessi áherslumunur milli deilda? Ef þetta er óhollt af hverju fá þá litlu fyrirburarnir og veiku börnin á vökudeild ekki mjólk sem er öðruvísi upphituð?

 


Sæl og blessuð!

 

Það er alveg rétt hjá þér að þessi munur milli deilda hefur viðgengist í mörg ár. Það er almennt viðurkennt að það eru ýms efni í móðurmjólk sem ekki þolir örbylgjur. Það á meðal eru mótefni og margar lifandi frumur sem er mjög mikilvægt fyrir börn að fá. Því er aldrei mælt með upphitun í örbylgjuofni. Ég get ekki svarað fyrir Vökudeild. Þekkingin er þar til staðar en starfsfólk hefur bent á að vegna álags og tímaskorts hafi það ekki tíma til að hita mjólkina öðruvísi. Þetta er því þörf ábending hjá þér. Þarna fá fyrirburar og veik börn ekki eins góða mjólk og hún gæti verið.

Takk fyrir þetta.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
20. nóvember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.