Mysuprótein í brjóstagjöf

24.10.2010
Hæhæ og takk fyrir æðislegan vef!
Mig langaði til að forvitnast um hvort það væri í lagi að neyta mysupróteins með barn á brjósti? Barnið er reyndar farið að borða 3-4 máltíðir á dag þannig það er ekki eingöngu á brjósti. En innihaldlýsingin á þessu próteinsdufti, sem ég er byrjuð að neyta en vill vera viss um að ég megi halda áfram með, er: Ultrafiltered whey protein concentrates (containing lactoglobin, lactoferrin, lactalbumin and immunoglobulin protein fractions), "Amino Shuttle 2" (dextrose, L-glutamine, taurine), cocoa powder, xanthan gum, aspartame*, sucralose, natural and artifical flavor (chocolate). Ég er ekkert voða góð í að lesa úr innihaldlýsingum og vildi því kanna hjá ykkur hvort það væri eitthvað þarna sem væri ekki sniðugt fyrir brjóstamjólkina?
Þökk fyrir góðan vef! Bestu kv. Elín brjóstamamma.
 
Sæl og blessuð Elín brjóstamamma!
Samkvæmt þessari innihaldslýsingu er ekkert sem er bannað. Þú passar að fara ekki yfir þá skammta sem mælt er með á umbúðum. Og svo borðarðu auðvitað hollt og fjölbreytt fæði þar fyrir utan.
Gangi þér vel!
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. október 2010.