Spurt og svarað

24. október 2010

Mysuprótein í brjóstagjöf

Hæhæ og takk fyrir æðislegan vef!
Mig langaði til að forvitnast um hvort það væri í lagi að neyta mysupróteins með barn á brjósti? Barnið er reyndar farið að borða 3-4 máltíðir á dag þannig það er ekki eingöngu á brjósti. En innihaldlýsingin á þessu próteinsdufti, sem ég er byrjuð að neyta en vill vera viss um að ég megi halda áfram með, er: Ultrafiltered whey protein concentrates (containing lactoglobin, lactoferrin, lactalbumin and immunoglobulin protein fractions), "Amino Shuttle 2" (dextrose, L-glutamine, taurine), cocoa powder, xanthan gum, aspartame*, sucralose, natural and artifical flavor (chocolate). Ég er ekkert voða góð í að lesa úr innihaldlýsingum og vildi því kanna hjá ykkur hvort það væri eitthvað þarna sem væri ekki sniðugt fyrir brjóstamjólkina?
Þökk fyrir góðan vef! Bestu kv. Elín brjóstamamma.
 
Sæl og blessuð Elín brjóstamamma!
Samkvæmt þessari innihaldslýsingu er ekkert sem er bannað. Þú passar að fara ekki yfir þá skammta sem mælt er með á umbúðum. Og svo borðarðu auðvitað hollt og fjölbreytt fæði þar fyrir utan.
Gangi þér vel!
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. október 2010.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.