Næring - Brjóstamjólk

13.08.2007

Sælar!

Nú er svo mikið talað um að brjóstamjólk sé alltaf best.  Ef móðirin með barn á brjósti borðar of mikinn sykur og ekki nóg hollan mat, er brjóstamjólkin þá samt best? Verður brjóstamjólkin eitthvað verri fyrir vikið?

Kveðja, Tinna.


Sæl og blessuð Tinna.

Í stuttu máli: Já, brjóstamjólkin er samt best. Og jafnframt: Nei, hún verður ekkert verri fyrir vikið. Samsetning móðurmjólkurinnar verður alltaf sú sama. Hún tínir til sín þau efni sem barnið þarfnast og ef of mikið er af einhverju þá er það bara látið vera og fer aftur til móður. Umframsykurinn verður vandamál líkama móðurinnar en ekki barnsins. 

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. ágúst 2007.