Spurt og svarað

31. ágúst 2008

Næturgjafir

Komið þið sælar!

Ég á 10 vikna strák sem dafnar vel og er vær og góður. Hann hefur þyngst hratt og því væntanlega vel haldinn. Brjóstagjöf hefur líka gengið vel. Hann fær þegar hann kvartar. Ég er hins vegar að velta fyrir mér næturgjöfum. Hann fær góða gjöf fyrir nætursvefninn og vaknar svo klukkan u.þ.b. tvö, fjögur og sjö. Þá er hann ekki vansæll, meira bara að sprikla og láta í sér heyra. Ég hef alltaf lagt hann á brjóstið þegar hann vaknar. Um daginn var mér ráðlagt  að gefa honum frekar snuð þegar hann rumskar svona á nóttunni. Hann þurfi ekki að nærast svona oft. Er eitthvað til í þessu?


Sæl og blessuð.

Það er gott að allt gengur svona vel. Þér er alveg óhætt að trúa því að hann þarfnast allra gjafanna sinna. Ef þú tekur af honum gjöf að nóttunni þá flytur hann hana bara til. Það er oft hægt en það er aldrei að vita hvað maður fær í staðinn. Þú verður að meta það hversu miklum erfiðleikum núverandi ástand er að valda til að ákveða hvort þú vilt breytingar.

Gangi þér vel,

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.